Maritech Iceland

 

Maritech á Íslandi er með útibú að Grandagarði 16, 101 Reykjavík.

Á þessari síðu finnur þú upplýsingar um vöruúrval og þjónustu sem Maritech veitir á Íslandi ásamt fréttum af starfseminni og umfjöllun fjölmiðla. Ef þig vantar að komast í sambandi við okkur þá endilega hafðu samband við Konráð Hatlemark Olavsson í síma 787-4433 eða sendu póst á kolavsson@maritech.com.

Hugbúnaður fyrir fiskiðnaðinn

Maritech hefur starfað í fararbroddi í tæknilausnum og hugbúnaði fyrir sjávarútveginn í yfir 45 ár. Við bjóðum lausnir fyrir alla virðiskeðjuna frá eldi og veiðum, í móttöku og vinnslu, sölu og lager og fluttningi afurða.

Maritech opnaði útibú á Íslandi árið 2021. Ísland er mjög mikilvægur markaður fyrir okkur þar sem sjávarútvegurinn er í fremstu röð í heiminum og mikilvægt að þróa lausnir fyrir íslenskan markað til að halda forystu með okkar lausnir. Nálægðin við okkar viðskiptavini á Íslandi er einnig mjög mikilvæg svo hægt sér að bregðast hratt við ef okkar er þörf.

Vörurnar okkar

Maritech skýjalausnir: Sölu- og Lagerkerfi

Sölu- og lagerkerfi Maritech er ný skýjalausn sem straumlínulagar lager og söluferli okkar viðskiptavina. Kerfið talar við framleiðslu og pökkunarkerfi til að skrá vörur á lager með sjálfvirkum hætti. Kerfið býður upp á raunþyngd kassa og bretta á lager og sveigjan leika til að velja einstaka kassa í sölupantanir þar sem hægt er að rukka fyrir eiginlega þyngd sendingar. Þetta kemur í veg fyrir yfirvikt í sendingum og vanrukkanir. Sölukerfið heldur utan um allt söluferlið frá pöntunum, reikningagerð, lagerstöðu, rekjanleika, sjálfvirkri skjalagerð og sendingu skjala. Einnig fylgir öflugt skýrslugerðartól þar sem skýrslur og mælaborð eru aðgengileg ásamt sérsniðnum skýrslum sem auðvelda alla skýrslugerð og yfirsýn svo hámarka megi arðsemi starfseminnar.

Meira um: Maritech Purchase & Sales

 

Maritech Eye

Maritech Eye er einstök ný vara á markaðinum. Tækið skannar fisk og tekur við af mannsauganu við gætamat og flokkun. Eye vinnur á fullum afköstum og má nota í allri virðiskeðjunni allt frá veiðum til neytenda. Með öflugum hugbúnaði söfnum við upplýsingum um gæði, afköst og tryggjum rekjanleika afurða. Með sérsniðinni rauntíma skýrlugerð fæst full stjórn á gæðum vinnslu og að hámarka afköst og gæði fiskvinnslu.

Meira um: Maritech Eye

 

Pökkun & Merking

Maritech býður upp á pökkunar og límmiðakerfi sem er hannað með það í huga að hámarka nýtingu hráefnisins og leyfir breytilegt verð á kössum sem pakkað er í. Hægt að sérhanna breytt úrval merkinga sem uppfylla öll möguleg skilyrði í fluttningi og afhendingu vara til viðskiptavina. Hvort sem verið sé að pakka helium fiski eða flökum þá hjálpar pökkunarkerfi Maritech þér að hámarka arðsemi starfseminnar.

Meira um: Packing and Labelling

 

Viðskiptavinir okkar

Arnarlax

Arnarlax er leiðandi fiskeldisfyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í sjálfbærri framleiðslu á laxi. Arnarlax reiðir sig á Maritech Cloud sölu- og lagerkerfi.

 

Samherji

Samherji er í fararbroddi í íslenskum sjávarútvegi. Þekkt fyrir sýnar hágæða vörur um heim allan. Maritech er í samvinnu við Samherja að hjálpa til við bestun þeirra vinnsluferla með Maritech Eye. Augað sér um gæðaskönnun fiskflaka sem hjálpar við að hámarka vinnslugæði afurðanna og hagkvæmni vinnslunnar.

Lestu meira hér: Samherji – Maritech Eye

Útgerðarfélag Reykjavíkur – ÚR

Um borð í Guðmundi í Nesti, skipi Útgerðarfélags Reykjavíkur, er Maritech Eye nýtt til tegundagreiningar og tölulegrar gagnaöflunar ásamt gæðamati á því sem veitt er. Þessi gagnasöfnum gerir ÚR kleift að hámarka hagkvæmi vinnslunar um borð ásamt því að hafa tölulegar upplýsingar um allt sem kemur um borð. Skoðaðu kvikmyndina okkar með UR í glugganum til vinstri.

Lestu meira hér:  UR – Maritech Eye

Matorka

Matorka er í fararbroddi í sjálfbæru landeldi á urriða. Með því að nýta frábærar aðstæður þar sem nægt pláss er, sem og nægt hreint van og orka, elur Matorka fisk á heimsmælikvarða. Matorka nýtir pökkunarkerfi frá Maritech ásamt því að nota Maritech Cloud sölu- og lagerkerfið. Með tengingu þessara tveggja kerfa má hámarka nýtingu afturða ásamt því að hámarka arðsemi í söluferlinu.

Lestu meira hér:  P&S and Packing

Viltu vita meira? Hafðu samband við okkur!